15.7.2008 | 00:49
"Kreppu matur"
Mig langar að setja hér inn góðar og umfram allt ódýrar matar uppskriftir....verði ykkur að góðu :)
Uppskrift nr.1
400 gr. hakk (nauta eða svína)
1 bolli ósoðin hrísgrjón
brúnn sósulitur
krydd
Hakkið léttsteikt í djúpri pönnu og kryddað eftir smekk. Vatn sett útá pönnuna og grjónunum bætt útí hakkið, soðið saman þar til grjónin eru fullelduð, í miðri eldamennsku er matarlitnum blandað við svo hakkið og grjónin og í lokin ættu þau að hafa náð svipuðum lit :) Ekki skemmir að skreyta réttinn með harðsoðnum ekkjabátum. Borið fram með agúrku, tómötum og brauði.
Uppskrift nr.2
2 pk. núðlusúpur (ódýrastar í Bónus ca.30 kr.)
2 egg
Skinka, kjúklingur eða afgangs kjöt frá kvöldinu áður.
Núðlusúpurnar settar í sjóðandi vatn og potturinn tekinn af hellunni. Þegar núðlurnar eru orðnar linar eru þær sigtaðar og settar í skál, kryddinu sem fylgir með þeim er hrært saman við þær. Því næst eru eggin sett á pönnu og þegar þau byrja að steikjast er hrært í þeim svo úr verði eggjahræra sem sett er saman við núðlurnar. Næst er að bæta við t.d. skinku sem skorin hefur verið í strimla. Borið fram með hvítlauksbrauði og einnig er mjög gott að hafa sterka chilli sósu útá.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðfinna Rósantsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar