Færsluflokkur: Matur og drykkur
23.7.2008 | 08:26
Spörum krónuna og nýtum matinn
Næst þegar kemur tilboð á heilum kjúklingum er sniðugt að kaupa ca.10 stk, taka bringurnar af og frysta sér. Hluta restina í bita se hægt er að setja í kryddblöndu og frysta. Enn er heilmikið kjöt eftir á beinunum og því mjög sniðugt að setja restina í ofninn og þegar það er eldað er auðveldara að taka kjötið af og setja í minni einingar til að eiga í frysti þegar tíminn er naumur, má nota í heita rétti, súpu, sallat osfv.
Nú er rétti tíminn til að þurrka af gamla sodastream tækinu eða fjárfesta í einu slíku. Sódavatn stendur alltaf fyrir sínu, er bæði hollt og ódýrt. Svo er hægt til tilbreytingar að blanda útí td. sólberjasafti eða öðrum djúsi.
Rjómasprauta er ótrúlega góð og nýtileg. Rjóminn geymist margfalt lengur í sprautunni og ekkert fer til spillis.
Ef okkur vantar rjóma í sósur eða súpur má sprauta úr sprautunni og nota þannig.
Ef við erum að nota rjóma í matargerð þá vill oft verða afgangur af rjómanum sem við getur fryst í klakapokum/formi og hægt svo að nota næst þegar okkur vantar :)
22.7.2008 | 20:49
Uppskrift af pítubrauði
Uppskrift nr.11
3 dl.volgt vatn
1 pk. þurrger
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
ca.500 gr. hveiti
Deigið hnoðað og látið lyfta sér í ca.1 klst. Þá er degið hnoðað aftur og deginu skift í ca. 8 parta. Mótað í ílangar kúlur og látið hefast aftur í ca.15 mín. Bakað í mjög heitum ofni ca.250° í ca.7 mín eða þar til brauðið hefur náð fallegum bökunartón.
22.7.2008 | 19:56
Uppskrift af pizzabotni, kanilsnúðum, pizzusnúðum ofl.
Uppskrift nr.8
Grunnuppskrift;
6 dl. hveiti
2 msk. olía
1 pk. þurrger
2 dl. vatn
Grillkrydd
Öllu blandað saman og látið hefast undir stykki í ca.20-30 mín. Þessi uppskrift passar sem pizzabotn á stóra plötu, sósan, áleggið og osturinn sett ofaná og bakað í ca.15 mín í vel heitum ofni.
Uppskrift nr.9
Pizzasnúðar;
Grunnuppskrift (sjá ofar)
Pizzasósa
Deigið flatt út og pizzasósan smurð á. Deiginu rúllað upp og skorið í hæfilega snúðastærð. Bakað í vel heitum ofni í ca.10-15 mín. Gott að pensla snúðana upp úr mjólk og bregða þeim aftur í ofninn í 2 mín.
Uppskrift nr.10
Grunnuppskrift (sjá ofar)
50 gr. brætt smjör eða smjörlíki
Kanilsykur
Deigið flatt út og penslað með bræddu smjöri. Kanilsykrinum stráð yfir. Deiginu rúllað upp og skorið í hæfilega snúðastærð. Bakað í vel heitum ofni í ca.10-15 mín. Gott að pensla snúðana upp úr eggjahræru (egg+mjólk) og bregða þeim aftur í ofninn í ca.2 mín.
22.7.2008 | 19:38
Uppskrift af skonsum og skonsutertu
Uppskrift nr.6
3 bollar hveiti
1/2 bolli sykur
6 tsk. lyftiduft
3 egg
1/2 tsk.salt
1/2 L. mjólk
100 gr. brætt smjörlíki
Öllu blandað saman og hrært vel (passa að engi kekkir séu). Bakað á pönnukökupönnu. Bragðast mjög vel volgt með smjöri og osti, einnig gott með hvaða áleggi sem er. Mjög sniðugt að baka þrefalda uppskrift og frysta restina í hæfilega stórum einingum (gott að skera hverja köku í tvennt).
Uppskrift nr.7
Skonsuterta;
6 stk. heimabakaðar skonsur
uppáhalds sallatið þitt
Skonsa sett á disk og gott lag af sallati ofaná hana. Þetta er endurtekið þar til síðasta skonsan er komin á toppinn. Hægt er að skreyta tertuna með smá salladslettu og steinselju á toppinn en alls ekki nauðsynlegt.......verði ykkur að góðu :)
22.7.2008 | 10:07
Góð ráð í matargerð
Ef kjöt er afgangs (sama hversu lítið) er um að gera að frysta það ef ekki er hægt að nýta það strax. En bara að muna að skrifa á ílátið hvað þetta sé og dagsetningu.
Kjúklingur, hægt að nýta í allskyns rétti, sallad, inní pítur ofl.
Bjúgu, hægt að nýta sem álegg á brauð.
Pylsur, hægt að nýta í pylsupasta, pylsusnúða ofl.
Nautakjöt, hægt að skera þunnt og nota sem roastbeef eða í pottrétt
Grillkjöt, hægt að skera smátt og nota í bixí mat.
Fiskur, hægt að nýta í plokkfisk eða í fiskrétti m/sósu
En gott er að passa uppá að gleyma ekki mat lengi í frysti því þá er hætta á að við höfum ekki list á að nýta matinn þegar til kemur :)
16.7.2008 | 19:03
Ódýr matarinnkaup
Hagstætt er að fara í Bakaríið Kornið á miðvikudögum og kaupa þar hvaða tegund af brauði á kr.219 og hægt að kaupa fleiri en eitt og setja í frysti.
Ef nesta þarf mannskapinn er gott að smyrja brauð sem sett er í frysti svo það sé alltaf tiltækt þegar tíminn er lítill. T.d. brauð með skinku og osti til að grilla, baquett með góðu áleggi ofl.
Baquett í bónus kosta aðeins kr.99.- og einnig er hægt að kaupa þau nokkur saman í poka í frysti fyrir lítinn pening.
Jakobs pítubrauð eru mjög sniðug til að kljúfa í tvennt og nota sem pizzabotn í litlar pizzur fyrir krakkana.
Í frystinum í Bónus eru stundum til rúnstykki (blönduð í poka) mjög ódýr og góð, fín til að skella í ofninn um helgar og fá "ný bakað" :)
16.7.2008 | 08:19
"Kreggu matur"
Uppskrift nr.5
Lambakjöt í smjördegi;
Afgangar af lambalæri
Smjördeig
1 stk. piparostur
Smjördeig flatt út ca.10 x 15 cm (fyrir hverja manneskju)
Hálfur piparostur skorinn í litla teninga, lambakjöti og osti raðað á miðju smjördeigsins og
ætti að vera nóg sa.1/4 af helming ostsins á hvern bút.
Smjördeiginu lokað og hvolft á bökunarplötu. Þetta er endurtekið fyrir hverja manneskju.
Bakað í vel heitum ofni þar til smjördeigið hefur tekið á sig fallegan lit.
Á meðan að verið er að baka þá er hinn helmingur ostsins skorinn í bita og brættu í potti með
smá mjólk og útbúin ostasósa. Kartöflur og annað meðlæti haft með.
Þessi réttur er frábær :)
Uppskrift nr.6
Ítalskar kjötbollur;
400 gr. hakk (hvaða kjöthakk sem er)
Heimagert brauðrasp
Ítalskt krydd og grillkrydd
Niðursoðnir skornir tómatar
Pasta
Öllu blandað saman og mótað í mjög litlar bollur.
Bollurnar steiktar á pönnu.
Að steikingu lokinni eru bollurnar teknar af pönnunni en pannan
notuð áfram til að búa til sósu (pannan ekki þrifin á milli)
Tómatdósin sett útá pönnuna, grill og ítölsku kryddi bætt útí og smakkað til.
Soðið pasta sett í skál (fat), kjötbollurnar þar ofaná og loks sósunni hellt útá.
16.7.2008 | 07:59
"Kreppu matur"
Á næstu vikum koma uppskriftir af....
Pönnupizzu
Mexikönskum kjúklingarétti
Halfmánar m/fyllingu
Ítalskar kjötbollur
Omiletta í paidegi
Humarpizza
Fiskfarsbuff m/fyllingu
Beikonvafinn kjúklingur
Innbakaðir lambalærisafgangar
Kjúklingavængir í sterkri sósu
og svo meðlætið.....
Fylltar bakaðar kartöflur
Kartöflubakstur
Fylltir tómatar
Súrsæt sósa
kartöflumásakrókettur
og svo baksturinn......
Heimabakað brauð
Grjónaklattar
Kleinur
Skonsur
Skonsuterta
Blaut súkkulaðiterta
Kanilsnúðar
Pizzusnúðar
Bláberjavöfflur
og margt margt fleira :)
15.7.2008 | 09:06
"Kreppu matur"
Gott að vita.....
Vissuð þið að með því að skera rófu niður í bita (stærð við franskar kartöflur), setja þær í poka með grillkryddi og hrista, og steikja í ofni þar til þær verða gulbrúnar þá eruð þið komin með ljúfengar "franskar" :)
Gott er að frysta allt umfram brauð og brauðenda, þegar safnast hefur upp í smá poka þá er gott að raða brauðinu í ofnskúffu og baka í ofni við 100°C þar til það er orðið hart. Þá er slökkt á ofninum en brauðið tekið út þegar ofninn er orðinn kaldur. Þá er bauðið hakkað í matvinnsluvél og úr verður heimsins besta rasp sem má nota t.d. með hakki í kjötbollur, sem rasp á mat ofl.
Hægt er að búa til sýrðan rjóma með því að sía súrmjólk í kaffipoka, þá lekur safinn frá og úr verður sýrður rjómi.
Afgang af grjónagraut má nota í dýrindis grjónaklatta (uppskrift síðar)
Afgangs pylsur má skera í litla bita og frysta, næst þegar pastaréttur er útbúinn er gott að grípa til pokans.
15.7.2008 | 08:19
"Kreppu matur"
Jæja þá er komið að næstu uppskriftum sem vonandi einhverjir geta nýtt sér :)
Nan brauð;
250 ml. vatn
2 tsk. sykur
1 pk. þurrger
4 msk. ABmjólk
500 gr. hveiti
1 tsk. salt
olía og krydd til penslunar
Öllu blandað saman, deigið á að vera þannig að það sé mjúkt og meðfærilegt en ekki klístrað.
Degið látið hefast í ca. 30 mín, mótið síðan nanbrauð með höndunum, gott að vera með hveiti á höndunum.
Kökurnar eru bakaðar á gasgrilli, gott að hafa álpappír á grillinu svo brauðið festist ekki við.
Gott er að pensla kökurnar með kryddolíu á meðan þær bakast (matarolía og krydd að vild)
Þetta er stór uppskrift, gott er að setja nokkur brauð saman í poka og frysta í meðalstórum einingum.
Frábært brauð með grillmatnum
Hægt að nota sem pítubrauð með því að skera í það þegar það er nýtt.
Hægt að kljúfa hverja köku í tvennt og nota sem botn fyrir litlar pizzur
Kjötfars réttur (börnin elska þennan ! )
400 gr. kjötfars
1 dós niðursoðið spaghettí í tómatsósu
Grillkrydd
Farsið er sett á pönnu, þegar það byrjar að steikjast þá er spaði notaður til að hálf hakka kjötfarsið á meðan það steikist og verður útkoman þá þannig að farsið endar eins og gróft saxaður laukur !
Farið kryddað vel og spagettíinu blandað útí.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðfinna Rósantsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar