"Kreppu matur"

Jæja þá er komið að næstu uppskriftum sem vonandi einhverjir geta nýtt sér :)

Nan brauð;

250 ml. vatn
2 tsk. sykur
1 pk. þurrger
4 msk. ABmjólk
500 gr. hveiti
1 tsk. salt
olía og krydd til penslunar

Öllu blandað saman, deigið á að vera þannig að það sé mjúkt og meðfærilegt en ekki klístrað.
Degið látið hefast í ca. 30 mín, mótið síðan nanbrauð með höndunum, gott að vera með hveiti á höndunum.
Kökurnar eru bakaðar á gasgrilli, gott að hafa álpappír á grillinu svo brauðið festist ekki við.
Gott er að pensla kökurnar með kryddolíu á meðan þær bakast (matarolía og krydd að vild)

Þetta er stór uppskrift, gott er að setja nokkur brauð saman í poka og frysta í meðalstórum einingum.

Frábært brauð með grillmatnum
Hægt að nota sem pítubrauð með því að skera í það þegar það er nýtt.
Hægt að kljúfa hverja köku í tvennt og nota sem botn fyrir litlar pizzur

Kjötfars réttur (börnin elska þennan ! )

400 gr. kjötfars
1 dós niðursoðið spaghettí í tómatsósu
Grillkrydd

Farsið er sett á pönnu, þegar það byrjar að steikjast þá er spaði notaður til að hálf hakka kjötfarsið á meðan það steikist og verður útkoman þá þannig að farsið endar eins og gróft saxaður laukur !
Farið kryddað vel og spagettíinu blandað útí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðfinna Rósantsdóttir

Höfundur

Guðfinna Rósantsdóttir
Guðfinna Rósantsdóttir

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband