15.7.2008 | 09:06
"Kreppu matur"
Gott að vita.....
Vissuð þið að með því að skera rófu niður í bita (stærð við franskar kartöflur), setja þær í poka með grillkryddi og hrista, og steikja í ofni þar til þær verða gulbrúnar þá eruð þið komin með ljúfengar "franskar" :)
Gott er að frysta allt umfram brauð og brauðenda, þegar safnast hefur upp í smá poka þá er gott að raða brauðinu í ofnskúffu og baka í ofni við 100°C þar til það er orðið hart. Þá er slökkt á ofninum en brauðið tekið út þegar ofninn er orðinn kaldur. Þá er bauðið hakkað í matvinnsluvél og úr verður heimsins besta rasp sem má nota t.d. með hakki í kjötbollur, sem rasp á mat ofl.
Hægt er að búa til sýrðan rjóma með því að sía súrmjólk í kaffipoka, þá lekur safinn frá og úr verður sýrður rjómi.
Afgang af grjónagraut má nota í dýrindis grjónaklatta (uppskrift síðar)
Afgangs pylsur má skera í litla bita og frysta, næst þegar pastaréttur er útbúinn er gott að grípa til pokans.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Guðfinna Rósantsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sniðugt þetta með rófurnar, á eftir að prófa það
Sigrún Óskars, 15.7.2008 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.