"Kreggu matur"

Uppskrift nr.5

Lambakjöt í smjördegi;

Afgangar af lambalæri
Smjördeig
1 stk. piparostur

Smjördeig flatt út ca.10 x 15 cm (fyrir hverja manneskju)
Hálfur piparostur skorinn í litla teninga, lambakjöti og osti raðað á miðju smjördeigsins og
ætti að vera nóg sa.1/4 af helming ostsins á hvern bút.
Smjördeiginu lokað og hvolft á bökunarplötu. Þetta er endurtekið fyrir hverja manneskju.
Bakað í vel heitum ofni þar til smjördeigið hefur tekið á sig fallegan lit.
Á meðan að verið er að baka þá er hinn helmingur ostsins skorinn í bita og brættu í potti með
smá mjólk og útbúin ostasósa. Kartöflur og annað meðlæti haft með.
Þessi réttur er frábær :)

Uppskrift nr.6

Ítalskar kjötbollur;

400 gr. hakk (hvaða kjöthakk sem er)
Heimagert brauðrasp
Ítalskt krydd og grillkrydd
Niðursoðnir skornir tómatar
Pasta

Öllu blandað saman og mótað í mjög litlar bollur.
Bollurnar steiktar á pönnu.
Að steikingu lokinni eru bollurnar teknar af pönnunni en pannan
notuð áfram til að búa til sósu (pannan ekki þrifin á milli)
Tómatdósin sett útá pönnuna, grill og ítölsku kryddi bætt útí og smakkað til.
Soðið pasta sett í skál (fat), kjötbollurnar þar ofaná og loks sósunni hellt útá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðfinna Rósantsdóttir

Höfundur

Guðfinna Rósantsdóttir
Guðfinna Rósantsdóttir

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband