23.7.2008 | 08:26
Spörum krónuna og nýtum matinn
Næst þegar kemur tilboð á heilum kjúklingum er sniðugt að kaupa ca.10 stk, taka bringurnar af og frysta sér. Hluta restina í bita se hægt er að setja í kryddblöndu og frysta. Enn er heilmikið kjöt eftir á beinunum og því mjög sniðugt að setja restina í ofninn og þegar það er eldað er auðveldara að taka kjötið af og setja í minni einingar til að eiga í frysti þegar tíminn er naumur, má nota í heita rétti, súpu, sallat osfv.
Nú er rétti tíminn til að þurrka af gamla sodastream tækinu eða fjárfesta í einu slíku. Sódavatn stendur alltaf fyrir sínu, er bæði hollt og ódýrt. Svo er hægt til tilbreytingar að blanda útí td. sólberjasafti eða öðrum djúsi.
Rjómasprauta er ótrúlega góð og nýtileg. Rjóminn geymist margfalt lengur í sprautunni og ekkert fer til spillis.
Ef okkur vantar rjóma í sósur eða súpur má sprauta úr sprautunni og nota þannig.
Ef við erum að nota rjóma í matargerð þá vill oft verða afgangur af rjómanum sem við getur fryst í klakapokum/formi og hægt svo að nota næst þegar okkur vantar :)
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Guðfinna Rósantsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.